Augnstýribúnaður

Augnstýribúnaður er gagnlegur fyrir nemendur sem af einhverjum völdum nýta sér ekki hefðbundnar tjáskiptaleiðir. Augnstýribúnaður hefur verið notaður með góðum árangriemma með einstaklingum sem hafa skerta hreyfifærni en hafa stjórn á augnhreyfingum.

Í dag er hröð þróun varðandi augnstýringu og örugglega ekki mörg ár í að augnstýring verði  staðalbúnaður í tölvum og jafnvel jafn sjálfsagður og tölvumúsin. Enn sem komið er þá er augnstýribúnaður dýr og krefst yfirleitt utanáliggjandi aukahlutar á venjulegar tölvur. Reyndar er fáanleg tölva  með innbyggðum augnstýribúnaði sem er mjög nákvæm og þægileg í notkun. Öryggismiðstöðin sér um innflutning  á Tobii augnstýribúnaði og er hefur milligöngu um að lána búnað til reynslu ef hugsanlegt er að einstaklingar geti nýtt sér slíkan búnað til tjáskipta.

Í BA ritgerð  Eyrúnar Edvardsdóttur “Málið mitt er sérstakt”  frá árinu 2012 er meðal annars fjallað um augnstýribúnað.  Þar kemur fram að Tobii PC eye er augnstýribúnaður er fyrir venjulegar PC tölvur eða Windows spjaldtölvur. Búnaðurinn er festur við tölvuskjáinn og gerir notandum kleift að stjórna venjulegri tölvi með augunum. Auðvelt er að festa búnaðinn við tölvuskjáinn  og tengist hann við USB tengi á tölvunni. Þetta er meðfærilegur búnaður sem einfalt er að færa á milli tækja. Ítarleg augnmæling er í búnaðnum sem tryggir það að 95% notenda geta nýtt sér búnaðinn óháð birtuskilyrðum, höfuðhreyfingum, gleraugum og þess háttar. Eina sem einstaklingurinn þarf að gera er að horfa á tölvuskjáinn. Þessi búnaður var fyrst og fremst þróaður fyrir einstaklinga með skerta hreyfifærni og fyrir þá sem þurfa leið til að stjórna músarbendli með augum.  Þeir sem einkum njóta góðs af því að nota Tobii PC eye eru notendur með takmarkaða færni vegna MND sjúkdómsins, einstaklingar með mænuskaða og þeir sem eru með truflun í taugakerfi.

Í Klettaskóla er verið að vinna með augnstýribúnað með nemendum sem eiga erfitt með að nýta sér aðrar tjáskiptaleiðir. Frá upphafi skólaárs 2014 hafa nokkrir nemendur fengið look-to-learn-logo-on-yellowtækifæri til að  vinna með þennan búnað . Þá er þeim boðið upp á fjölbreytta leiki í forriti sem kallast Look to learn. Þegar nemendur hafa náð færni í leikjunum verða þeir kynntir fyrir Tobii communicator tjáskiptaforritinu sem gefur þeim möguleika á því að læra að tjá sig í gegnum tölvuna.

 

 

Emma Lilja er nemandi í þriðja bekk í Klettaskóla. Hún hefur notað augnstýribúnað frá upphafi skólaárs 2014-2015. Hér á undirsíðu er hægt að kynna sér hvernig henni hefur gengið að tileinka sér augnstýribúnaðinn. Á síðunni verða svo settar inn færslur um framvindu og þróun eftir því sem tíminn líður.

 

Comments are closed.