Numicon, mynstur og talning

Numicon er samið með það í huga að nýta þrjá af meginstyrkleikum ungra barna og hjálpa þeim um leið að skilja tölur.Þessir þrír meginstyrkleikar eru,lærdómur í leik, eftirtekt og sterk tilfinning barna fyrir mynstrum. Numicon er einnig hugsað að börn geti handleikið, rannsakað, tekið eftir,kannað mynstur og  læri að sjá tengsl milli talna, með því að handleika og búa til tengsl milli mynda.

Meginhugmyndin er að börn skilji og átti sig á að tölustafir eru ekki bara tákn sem hafa verið sett niður á blað af einhverju handahófi, heldur mynda þeir mjög skipulagt kerfi þar sem alls konar mynstur koma fyrir.

Vert er að hafa í huga að hönnun Numicons er ekki hugsuð á þann hátt að það eigi einungis að nota Numicon.

Það er mjög mikilvægt að  börn kynnist tölustöfum víða í umhverfinu en um leið gegnir Numicon mjög mikilvægu hlutverki.

Markmiðið er að þróa svokallaða “hugtakaímynd.” Þá eru teknar eins margar hugmyndir  sem tengjast viðkomandi hugtakaímynd sem verið er að vinna með til að víkka skilning barna á viðfangsefninu.

Hugsið ykkur  ‘fimm’ sem hugtakaímynd. Við getum  talið upp á fimm, gefið börnum fimm karamellur, bent á táknið í dominó og sagt við barn að það sé fimm ára. Við getum m.a. hlustað á útvarpsstöð sem heitir Fimm Dimmalimm, sungið lög um fimm litla froska og lesið sögur um Fimm fræknu. Við getum talað um og sýnt að fimm er einum minna en sex og einum meira en fjórir, helmingur af tíu og 2+3. Við getum fundið tölustafinn á talnalínu, búið til Numcon mynstrið fyrir fimm og fundið formið. Á þennan hátt og á óendanlega marga vegu getum við unnið með tölustafinn ´fimm´ og aukið skilning þeirra á þeirri hugtakaímynd sem verið er að vinna með hverju sinni. Markmiðið er að börn byggi upp eins breiða og auðuga hugtakaímynd og hugsast getur.


Börn eru mjög leikin í að koma auga á mynstur sem er nauðsynlegur eiginleiki. Mynstur gerir heiminn auðráðnari og er meginhugmyndin að baki stærðfræðinnar. Numicon er byggt upp með það í huga að mynstur stærðfræðinnnar komi í ljós og því betur sem börn geta séð þau mynstur sem tengja tölustafi hvern við annan, því betur geta þau nýtt sér þessi tengsl seinna meir. Mikilvægasta regla tölustafanna er röð þeirra. Börn verða að geta búið til nauðsynleg tengsl milli ‘einum meira’ og ‘næst’ til að geta skilið kerfið sem býr að baki talnanna.Með því að tengja hið skipulagða Numicon mynstur  við talnalínuna þá komast börnin í kynni við eitt það mikilvægasta hjálpargagnið sem mun verða á  vegi þeirra, talnalínuna sjálfa. 

Að telja er einhver fyrsta upplifun barns af tölustöfum og hún er auk þess mjög mikilvæg. Upplifun barna á talningu er margbrotin og það tekur langan tíma að læra að telja, m.a. að átta sig á að síðasta tala í upptalningu segir til um fjöldann sem var talinn.

Við vinnum í tugakerfinu og því er mikilvægt að kenna börnum að telja safn hluta  í 10, raða þeim uppí Numicon mynstur fyrir 10, finna numicon mynstrið fyrir 10 og þannig rökstyðja fjöldann. Gott er að eiga góð söfn af smáhlutum til að æfa talningu, sem og læra talnaþulur og runur af ýmsum toga.

 Kristín Wallis,  2013

Comments are closed.