Athafnahringur

1. Upphafstöð  -Veðurathugun. Vindhörpu er haldið á milli nemenda. Ef hún hreyfist er vindur  en ef hún hreyfist ekki er logn. Allir fá að ýta við vindhörpunni örstutt. Nemendur festa spjöld með nafni skólans á girðingu með klemmu. Þeir velja lit á klemmu og finna svo sína klemmu í lok hringsins (gögn eru: vindharpa, litaðar klemmur, spjöld)                                                                         


2. Fylgjast með gróðurfari.              Valinn er trjárunni sem nemendur fylgjast með breytast eftir árstíðum. Nemendur fá að snerta og finna mismunandi áferð laufblaðannna og greinanna. Í hvert skipti eru teknar myndir af runnanum og nemendur safna þeim og skoða breytinguna sem verður.


3. Grenndarskógur -útikennslusvæði. Verkefni eru breytileg og valin eru þemu yfir veturinn til að vinna með, gerð eru verkefni og farið er í leiki. Gott er að nota tækifærið á þessari stöð að breyta um líkamsstöður þeirra sem nota hjólastól td. setjast á grasið til að komast í nánari snertingu við umhverfið. Hugmyndir að útileikjum  (Gögn: snúra, klemmur, hvítur dúkur og leikjablað)


https://youtu.be/QjZhmW8Qfes


4. Steinar og vatn. Hver nemandi fær tvo steina til að handfjatla. Sungið er lagið “Fann ég á fjalli” og steinunum slegið saman. Þá er steinunum kastað út í vatn, einum og einum í einu eftir röð. Hlustað er eftir hljóðinu og metið hvar steinninn lendir í vatninu eða á jörðinni. Þeir steinar sem hitta í vatnið eru taldir upp með takti. (Gögn: steinar í umhverfinu)


5. Yfir brú.  Trampað er yfir brú og sungið lagið “Einn fíll lagð’af stað í leiðangur” og nöfn nemenda sett í staðinn fyrir fílinn.


6. Endur. Þegar yfir brúna er komið eru endurnar skoðaðar sem þar halda til og talað er um þær. Sungið er lagið “Sex litlar endur” Nemendur eru kitlaðir í hálsakot með fjöður og í  síðustu hendingu er notuð fuglaflauta sem gefur frá sér “bra bra” hljóð. (Gögn: fjöður og fuglaflauta)7. Slá taktinn. Nemendur slá trommukjuðum í járngrindverk, Fyrst slá þeir frjálst en svo í takt við lagið “Göngum göngum” (Gögn: Trommukjuðar)


8. Lokastöð. Hver nemandi tekur sitt spjald niður af grindverkinu þar sem það var sett upp í upphafi hrings. Sungið er lokalag og sagt er “Nú er útikennslan búin”. (Gögn: spjöld og klemmur)

Unnið í samstarfi við

Aðalheiði Vignisdóttur og Guðrúnu Ásgrímsdóttur, kennara í Klettaskóla 

 

Comments are closed.