Augnstýring 2016-2017

Veturinn 2016-2017 er 10 nemendur að læra á búnaðinn. Þau eru á öllum aldursstigum og hafa mismunandi færni. Þau eiga það sameiginlegt að tjá sig ekki með orðum en hafa stjórn á augnhreyfingum og eru þar af leiðandi að læra að nota augun sín markvisst til að stjórna tölvumús.

nemendur

Búnaður

Í Klettaskóla er MyGaze augnstýribúnaður í fjórum kennslustofum auk augnstýrirýmis.

mygaze

Einnig erum við með  Pc Eye mini frá Tobii Dynavox á einni Surface tölvu.

surface2

Hugbúnaður

Leikir:

Við notum leiki, sérstaklega til að kveikja áhuga og fá viðbrögð hjá nemendum.

Look to Learn

look to learn

 My Gaze 

mygazeleikir

Leikirnir eru allir í þyngdarstigum svo hægt er að byrja létt en færa sig svo smám saman í leiki sem krefjast meiri nákvæmni og meiri rökhugsunar.

Tjáskiptaforrit:

Communicator 5 er gott forrit fyrir breiðan notendahóp. Þar eru fjölbreytt  verkefni og tjáskiptaborð sem hægt er að aðlaga að nemendum. Einnig eru þar borð til afþreyingar eins og tónlistarspilari og myndbandaspilari og fleira.

c5

Sonoprimo tjáskiptaborð notum við með nemendum sem eru að læra að tjá sig.

Dæmi um einföldustu útgáfuna af Sonoprimo. Hér læra nemendur að setja saman tákn í stuttar setningar. Auðvelt er að breyta myndum og aðlaga fyrir hvern og einn og reynt er að höfða til áhugasviðs nemenda.  Mikilvægt er að finna út hvað þeim finnst skemmtilegt að gera.

athafnir sonoprimo

Það sem þarf að hafa í huga er að kennarinn er fyrirmynd nemanda og talar við hann á hans tungumáli. Það gerir hann með því að benda á myndirnar um leið og talað er.

 

Dæmi um setningar:

Í sápukúluleik:

Stúlka í öðrum bekk -sápukúlurnar sprungu á handarbakinu hennar og hún þetta.

Horfa, sprengja, oj barasta:

setn gabriella

Stúlka í fimmta bekk: vil, aftur, horfa, fyndið, horfa … hún leitar ekki eftir því að sprengja kúlurnar sjálf heldur horfir bara en hefur engu að síður  mikla ánægju af leiknum.

setn emma

 

Flóknara tjáskiptaborð:

sonobord

Stúlka í 5. Bekk fær tjáskiptaborð í fyrsta skipti í matartímanum og hafði þetta að segja:

Grænmetissúpa, heit, sitja, ojbarasta, ojbarasta 

sonoprimo

 Insight

Insight er hugbúnaður sem keyptur hefur verið aðgangur að. Þessi hugbúnaður gagnast vel til að meta hversu vel nemendum gengur að nota augun sín. Með þessum hugbúnaði er hægt að fá nákvæmar tölur um getu, athygli, viðbragð, nákvæmni og hvernig nemendum tekst að ljúka verkefnum. Sjá nánari upplýsingar í tengli hér eða í myndinni að neðan:

insight3

Fagteymi

 Í Skólanum er  starfandi fagteymi sem hittist reglulega þar sem við ræðum og vinnum saman að því að breiða út þekkingu á búnaðinum.

Þegar tölvan er ekki til staðar

Þar sem nemendur eru ekki alltaf fyrir framan tölvuna er mikilvægt að huga að lágtækni og  nota myndir og útprentuð tjáskiptaborð. Þá skal hafa í huga að kennarinn er fyrirmyndin og talar þeirra tungumál og þannig átta nemendur  sig smám saman á því að myndirnar merkja eitthvað og að með þeim er hægt að tjá sig.

 

Já og nei í öllum aðstæðum

ja.nei1

ja.nei2

 

Fyrir þá nemendur sem ekki geta sagt og nei er mikilvægt að hafa miða nærtæka  svo hægt sé að spyrja nemendur lokaðra spurninga, hvar og hvenær sem er.

Heimasíða Tobii Dynavox er mjög gagnleg.

Pageset central er gagnabanki þar sem allir geta deilt efni og sótt efni. Best er að haka við “Iceland” og þá koma upp öll ísensku borðin sem deilt hefur verið inn á síðuna.  Þar má einnig finna gagnleg borð sem einfalt er að þýða yfir á íslensku.

Klettaskóli er ráðgjafaskóli og veitir ráðgjöf um augnstýringu eins og er til einstaklinga á öllum aldri.

Hér má sjá stutt myndband af nemendum sem sýnir fjölbreytta kennslu og aðferðir við að læra að stjórna augunum sínum.

 

 

Comments are closed.