Boðskipti

Hugmyndir  að boðskiptum við nemanda sem tjáir sig ekki með orðum

-Mikilvægt er

  • að nýta alla möguleika til að ná fram þróun og þroska.
  • að bjóða upp á boðskipti við hæfi

Setja hefð á að heilsa og kveðja alltaf á sama hátt
(til dæmis taka hönd nemanda og klappa á kinn kennara)
-Það er grunnur að því að mynda tákn.

Snertiskynið er mikilvægt skynfæri.

Hléin eru mikilvæg í boðskiptaleikjum.


Endurupplifun

Mikilvægt að gefa nemanda tækifæri til að hugsa um upplifunina og tjá sig um hana.

Gefa líkamsmerki þegar kennari er glaður og hlær –láta nemanda vita með snertingu að það er gaman!

Rannsaka og skoða hluti  -dvelja við hlutina og taka langan tíma í að skoða  -tekur nemendur gjarnan langan tíma að upplifa og átta sig á því sem verið er að skoða
-Endurupplifa þá með snertitáknmáli.

Prófa að upplifa og búa svo til snertitákn og endurupplifa atburðinn.

Til dæmis þegar nemandi fer í sund, þar eru ákveðin lög sungin og ákveðnar æfingar. Hægt er að rifja upp: “manstu við sungum…” og gefa tíma og svo aftur  “manstu við teygðum höndina svona”   og leyfa nemandum hugsa og endurupplifa kennslustundina.

Syngja lög með snertingum, til dæmis:

“Kalli litli könguló “ með snertingu yfir andlit og kropp.

“Fingralagið”

Fara með þuluna “Fagur fagur fiskur í sjó” ef úthald nemanda er stutt þá er gott að stytta þuluna og jafnvel bara nota fyrstu línuna. Endurtaka og skapa eftirvæntingu. Mikilvægt að  gefa nemandanum tækifæri til að hugsa á milli hvað gerðist.

Mikilvægt að finna  takt sem hentar hverjum og einum

Eins ber að huga að gæðatíma nemandans, hvenær best er að vinna með boðskipti –maður á mann.

Upplifanaskráning er mikilvæg –þannig að hægt sé að rifja upp og  skilja tjáningu nemandans.

Athuga að tjáning getur komið fram í fótum, því mikilvægt að vera vakandi yfir öllum merkjum sem nemandinn gefur.


Einfaldir leikir:
Aaaaaaaaaaa hrista hökuna
Kanna viðbrögð og vita hvort nemandi sýni merki um að vilja meira

Hárkolla: setja upp hárkollu og bíða og sjá hvað gerist –láta nemanda hafa hárkolluna og taka hana svo niður aftur

Týnd –fundin –undir teppi, gefa nemanda tækifæri til að taka af sér teppið, gefa til kynna með snertingu að kennari er að leita, “hvar er …?”,  “ertu týndur?”  skapa eftirvæntingu og kippa svo teppinu af og segja “fundinn!”

Deila með nemandanum  að þetta er gaman
Halda snertingunni
Láta nemanda taka þátt
-Viltu  þetta?  er það þetta sem þú vilt? Endurtekið með snertingu á staðinn sem leikurinn fer fram.

Tala um leikinn –tjáskiptaform sem verður til –nota snertitákn –endurupplifa leikinn!
Jafnvel búa til sögur eftir leikinn
Fara í gegnum leikinn –deila upplifun  -samtal

Reyna að setja sig í spor nemandans –hugsa eins og hann
Hvernig sér hann heiminn? Hvernig er hægt að fá hann til að taka þátt í samfélaginu og draga hann inní það.

-Kennarinn er hjálpartæki til að öðlast samskiptafærni og félagsskap við aðra.

Einnig er hægt að eiga samskipti án orða og án krafna –bara með viðveru!

Mikilvægt að styrkja frumkvæði nemandans, virða þau mörk sem hann setur og vera meðvitaður félagi.

Taka í hendur nemandans og gefa vísbendingar þannig.

Smita nemandann af eigin áhuga!!!

Deildu þinni skoðun