Skynörvun

Skynörvun er einkum ætluð þeim sem eiga við skyntruflanir að stríða og einnig þá sem eru með skerta líkamsstarfsemi eða líkamsvitund.
Skynjun felur í sér að nema áreiti í umhverfi okkar. Við skynjum áreiti með sjón, heyrn, lykt, bragði og snertingu. Einnig höfum við stöðuskyn og jafnvægisskyn. Það flæða óteljandi skynboð til heilans frá öllum þessum skynsviðum á hverri sekúndu, heilinn vinnur síðan úr þessum upplýsingum meðal annars til þess að við getum lært og hreyft okkur á eðlilegan hátt.
Undistöðu skynfæri okkar eru:
stöðuskyn sem liggur í liðum og vöðvum. Það metur meðal annars stöðu líkamans og þegar breyting verður á þrýstingi vöðva og liða. Stöðuskyn virkar róandi á líkamann og styrkist þegar stóru vöðvarnir eru notaðir.
Snertiskyn liggur í húð og slímhimnum og skráir meðan annars snertingu hita sársauka og þrýsting. Snertiskyn virkar hvetjandi og styrkist  við snertingu.
Jafnvægisskyn er staðsett í innra eyra og skráir vöðvaspennu og hvernig þyngdarkrafturinn vinnur (fara í hringi upp/niður, fram/aftur og til hliðar)  Starfsemi jafnvægisskynsins er að halda jafnvægi og virkar það hvetjandi.
Umfjöllun um skynnám er unnin í samráði við Ernu Líndla Kjartansdóttur,  skynþjálfa í Klettaskóla

Comments are closed.