Catalyst

Catalyst er frábært smáforrit sem ætlað er til skráningar. Upphaflega er það hannað fyrir börn í atferlisþjálfun þar sem mikið er um gagnasöfnun. Catalyst er fjölbreytt og hægt að aðlaga að hverjum nemenda fyrir sig. Hægt er að setja inn einstaklingsáætlun, bakgrunnsupplýsingar, myndbönd af viðkomandi eins marga flokka eða æfingar og verið er að þjálfa og skrá hegðunargögn. Catalyst leggur mikið upp úr góðri ráðgjöf og eftirfylgni og nú er hægt að nálgast ráðgjöf á vegum  Skema.

Hegðunarskráning

Ef nemandi er með hegðunarvandamál er hægt að notast við mjög nákvæma skráningu í Catalyst sem tekur stuttan tíma að fylla út. Ef iPad-inn er nettengdur eru gögnin kominn inn í gagnabankann innan við tveggja mínútna.  Auðveldlega er hægt að vinna úr gögnunum og sjá hvaða kröfur komu á undan hegðuninni og hvaða afleiðing var algengust. Með því að skrá sig inn á http://www.datafinch.com á netinu er hægt að fá upp graf sem sýnir hvort hegðunin sé að minnka, aukast eða hvort hún stendur í stað.  Með þessari skráningu er hægt að vinna markvisst með hegðunarvandamál og mikill tímasparnaður hlýst af.

Æfingar/flokkar

Þeir flokkar sem nemandinn vinnur með eru settir í möppu og hægt er að setja eins marga flokka og verið er að vinna í með.

Hægt er að velja um mismunandi skráningarform inn í Catalyst. Til dæmis eru ekki sömu svarmöguleikar fyrir flokkana eftirhermu hljóða, handþvott og nefnun hluta. Þannig eru svarmöguleikarnir alltaf viðeigandi fyrir hvern flokk.

 

 

Einstaklingsáætlun og bakgrunnsupplýsingar

Hægt er að hlaða inn einstaklingsáætlun og bakgrunnsupplýsingum nemanda. Það gerir gögnin aðgengileg öllum stundum. Með ipadinn við höndina er hægt að glugga í og glöggva sig á markmiðum hvenær sem er .

 

Myndbandsupptökur

Í Catalyst er hægt að taka myndband af nemandum. Það auðveldar ráðgjafavinnu til muna, þannig er hægt að veita ráðgjöf án þess að mæta á staðinn og þar af leiðandi oftar hægt að leita til ráðgjafa með vandamál sem kunna að koma upp.

Einnig er hægt að nota smáforritið sem samskiptabók til daglegra samskipta við heimilið. Foreldrar og forráðamenn geta verið með aðgang að ákveðnum hluta svo þeir geti fylgst með framvindu í námi barnsins.

Tímasparnaður-kostnaður

Best er að skrá sig inn á http://www.datafinch.com en Catalyst smáforritið er hægt að nálgast í Appstore. Kaupa þarf áskrift til að geta unnið með það. Kostnaður er misjafn eftir því hvort um stóran hóp er að ræða eða fáa nemendur.  Veittur er góður afsláttur ef fjöldi nemenda fer yfir tuttugu.

Mikill tímasparnaður hlýst af því að nota Catalyst og gögnin eru alltaf til. Öll undirbúningsvinna verður einfaldari. Hægt er að fylgjast með framvindu nemandans á mun skilvirkari hátt heldur en áður.

Aðgengi

Catalyst er aðgengilegt og auðvelt í notkun. Uppsetning smáforritsins er sjónræn og auðvelt er að tileinka sér virkni þess.

Comments are closed.