Boðskipti með myndum

Nemendur sem eru ekki að nota tungumálið til tjáskipta hafa kost á að læra að tjá sig með myndum. Þá eru notaðar táknmyndir sem nemendur eiga auðvelt með að skilja. Boardmaker myndir eru gagnlegar í því samhengi en einnig er gott að nota ljósmyndir af hlutum og persónum sem viðkomandi nemendur þekkja.

Sumir nota augun sín til að gefa til kynna hvað þeir vilja segja en aðrir hafa færni til að taka myndir af spjaldi og rétta eða benda á myndir.

Frásögn er byggð upp með því að rétta nemanda spjald með tveimur eða fleiri myndum og nemandi gefur til kynna hvaða mynd hann velur á þann hátt sem hentar honum. Þeim myndum sem valdar eru er svo raðað á stærra spjald og í lokin er farið yfir frásögnina. Design (1)

Misjafnt er hversu mikinn tíma nemendur þurfa. Sumir eru ekki í neinum vafa og grípa ákveðna mynd um leið og spurt er aðrir þurfa að hugsa sig um. Þá er gott að hafa í huga að gefa tíma svo að nemendur hafi kost á því að velta fyrir sér svarinu og hugsa sig um. Þegar nemendur bregðast ekki við þeim myndum sem í boði eru á spjaldinu er prófað að skipta um myndir því þá getur verið að ekki sé verið að spyrja rétt.

Til að veita frekari innsýn í boðskiptatíma þar sem þessi aðferð er notuð eru hér myndbönd sem sýna vel hvernig þetta gengur fyrir sig.

Comments are closed.