Nudd

Nemandi kemur í skynörvunarrýmið þar sem ljós eru dempuð og slökunartónlist hljómar lágstemt undir. Loftið er fyllt lavender ilmi og hlýtt er í stofunni. Um leið og stigið er inn færist ákveðin ró yfir nemendur því þeir eru fljótir að læra að þar er talað í lágum hljóðum og gengið rólega um.
Þrýstinudd

Nudd er í senn slakandi og nærandi fyrir líkama og sál. Mikilvægt er að nemandanum líði vel þegar hann er nuddaður og kennari metur hvaða kröfur hægt er að gera hverju sinni. Stundum er nemandi alls ekki tilbúinn til að láta nudda sig og mikilvægt er að virða það.

Handa- og fótanudd

Nemandi liggur undir kúlusæng sem virkar róandi og veitir ákveðna öryggiskennd. Þeir ná þá góðri slökun þegar sængin umlykur líkamann.

 Andlitsnudd

Kennari nuddar andlit og nefnir í lágum hljóðum hvaða andlitshluta hann snertir. Mikilvægt er að virða óskir nemandans og þolmörk hans.

Allt nudd veitir nemendum ró og vellíðan ásamt því að auka líkamsvitund þeirra

Comments are closed.