Samvinna og félagslegt samspil

Þegar tveir skiptast á í spjaldtölvu skapast oft góðar aðstæður til að þjálfa félagslegt samspil. Það þarf að læra að bíða, nemendur hjálpast að við að leysa þrautir og tileinka sér þolinmæði og tillitsemi.

Á þessu myndbandi eru tveir nemendur í 2. bekk í Klettaskóla að vinna með stærðfræði-smáforrit sem kallast Juicy Math. jusicy math


 

juicy mathJuicy math er gott smáforrit fyrir þá sem eru að byrja að leggja saman og draga frá. Dæmin eru sjónræn og hægt að telja/snerta ávextina og sjá tölurnar um leið sem lagðar eru svo saman.


Hér er unnið með smáforritið Memoria

memoriasam

 

 


memoria Memoria er minnisspil þar sem hægt er að nota sínar eigin myndir, búa til flokka og lesa inn fyrir þær myndir sem settar eru inn. Þegar samstæða fæst heyrist það sem lesið er inn.  Gagnlegt er að vinna með eigin myndir því þær virka oft hvetjandi.

Comments are closed.