Numicon stærðfræði

Numicon er hannað með það í huga að nýta þrjá af meginstyrkleikum ungra barna og hjálpa þeim um leið að skilja tölur.

Þessir þrír meginstyrkleikar eru:

-lærdómur í leik

-eftirtekt

-sterk tilfinning barna fyrir mynstrum

 

Numicon er þess vegna samið með það í huga að börn geti handleikið, rannsakað, tekið eftir og kannað mynstur.

Stærðfræðilega séð er Numicon samið til að hjálpa börnum að sjá tengslin milli talna, með því að handleika og búa til tengsl milli mynda.

Meginhugmyndin er að börn skilji og átti sig á að tölustafir eru ekki bara tákn sem hafa verið sett niður á blað af einhverju handahófi, heldur mynda þeir mjög skipulagt kerfi þar sem alls konar mynstur koma fyrir.

Numicon er fjölskynja, það hjálpar okkur að sjá hvernig börn hugsa og því auðvelt að hrósa og leiðrétta. Það auðveldar nemendum að sjá mynstrið í stærðfræðinni, spá fyrir um og þannig uppgötva reglur. Rökhugsun styrkist og til dæmis er hægt að færa rök fyrir talningu hluta með því raða upp í numicon mynstur.

 

Numicon hvetur til að vinna stöðugt í tugakerfinu, að sjá hverja tölu sem sér fyrirbæri en ekki hluta af upptalningarferli, tengsl talna, finna fjölda án þess að telja, vinna með reikniaðgerðirnar, án þess að telja og tengja hverja hugtakaímynd við svo margar og fjölbreytilegar aðstæður.

 

 

 

 

Comments are closed.