Útikennsla

Útikennsla hefur rutt sér til rúms í íslenskum grunnskólum í auknum mæli síðastliðin ár. Námið  er fjölbreytt og hefur Náttúruskólinn aðstoðað við skipulagningu og komið með hugmyndir hvernig hægt er að fjalla um mismunandi námsgreinar í útikennslu. Hugmyndir er aðlagaðar að getu nemendahópsins og tekið er mið af því hvernig nemendur læra að njóta útveru við nám í umhverfismennt og útinámi.

Í útikennslu er gott að gera sérstakan athafnahring svo nemendur læri ákveðna röð atburða. Umhverfi skólans er notað og hlutir í umhverfinu nýttir til að búa til skemmtilega upplifun fyrir nemendur. Athugið að aðlaga þarf hvern athafnahring að umhverfi hvers skóla fyrir sig.

 

Comments are closed.