Spjaldtölvur eru að gagnast vel í námi nemenda með sérþarfir. Þær hafa sýnt fram að gott notagildi sem boðskiptatæki og einnig til að þjálfa hreyfifærni, fínhreyfingar og rökhugsun. Stærð spjaldtölvunnar er hentug sérstaklega þeim sem eru með mikla hreyfihömlun. Hægt er að setja hana í fang eða stilla hana þannig að auðvelt sé að snerta hana. Einnig er spjaldtölvan næm og aðeins þarf litla snertingu til að fá viðbrögð.