Hér leikur snjalltaflan stórt hlutverk í uppbyggingu samverustundar. Þetta vinnulag hefur reynst einstaklega vel og nemendur fylgjast að jafnaði vel með og taka virkan þátt í samverustundinni .
Hér að neðan má sjá skipulagið í grófum dráttum.
- nemendum heilsað
- reglur í samverustund
- hvaða dagur er í dag?
- dagurinn í gær, í dag og á morgun
- hvaða mánuður er?
- Daga-/mánaðalagið sungið
- nemendur lesnir upp
- nemendur æfa sig að telja, hverjir eru mættir
- umsjónarmaður valinn
- Farið yfir stundatöflu dagsins
- Veðurathugun
- Klæðnaður
- Dagasögur
- stundatafla skoðuð og nemendum vísað á þann tíma sem við tekur
Hér má sjá myndband sem gefur innsýn í kennslustund þar sem snjalltaflan er notuð með þessum hætti.
Fyrri hluti:
Seinni hluti
Hér má nálgast skyggnurnar sem notast er við í samverustundunum og hver og einn getur gert þær að sínum, skipt út myndum, bætt og breytt að vild:
Svo er hér hægt að sjá hvernig samverustundin er í fyrsta bekk. Það sem skiptir mestu máli er að koma á móts við nemendahópinn og aðlaga stundirnar að námshópnum: