Þróun í augnstýringu

Fyrstu skrefin…

Við höfum prófað ýmislegt og lært smám saman hvernig best er að ná árangri og hvað það er sem vekur mestan áhuga. Emma Lilja er áhugasöm í tímum og hefur sýnt miklar framfarir.

Í febrúar 2015  var þetta myndband tekið upp. Þá er Emma Lilja búin að kynnast fjölbreyttum leikjum sem gera mismiklar kröfur. Hér er hún að fara eftir fyrirmælum:

Nú hefur Emma Lilja kynnst Tobii tjáskiptarforritinu og lofar það góðu varðandi framhaldið. Byrjað er á einfaldan hátt og hún er að vinna verkefni þar sem hún velur hvað hún vill gera,  eina af fjórum myndum. Emma Lilja hefur mikinn áhuga á teiknimyndum og fær að velja um þrjár uppáhaldsteikninmyndir. Hún fær þá að horfa á brot úr mynd og er svo spurð aftur hvað hún vill til að þjálfa hana í að nota augun til að tjá sig.

Einnig eru henni sýndar myndir af hennar nánustu  og hún spurð: “hvar er…?” Hún er dugleg að átta sig,  skoðar myndirnar og finnur rétta mynd á skjánum. Myndbandið sem hér birtist er ekki tekið upp við kjöraðstæður og mikil hreyfing er  á vélinni en það sýnir engu að síður vel, framfarir Emmu Lilju.

 

 

Comments are closed.