CAT-kassinn (Cognitive Affective Training) Hugræn tilfinningaleg þjálfun.
CAT-kassinn er sérstaklega þróaður til að auðvelda samræður við börn og ungmenni. Markmiðið með notkun CAT-kassans er að styðja samræður við börn og ungmenni frá 6 ára aldri sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig beint um tilfinningar, hugsanir og upplifanir. Bæði foreldrar og fagfólk getur notað CAT-kassann á áhrifaríkan hátt í daglegum samræðum við börn. Notkun CAT-kassans hvetur bæði börn og fullorðna til umhugsunar meðan samtalið á sér stað og lifandi útlit CAT-gagnanna virkar hvetjandi á samræðurnar. CAT-kassinn er upphaflega þróaður til að styðja samtöl við börn með raskanir á einhverfurófi. Reynslan hefur síðan leitt í ljós að börn með eðlilegan þroska sem eiga í ýmsum erfiðleikum geta einnig haft gagn af CAT-kassanum. CAT-kassinn er einstakur að gerð. Hann er hvorki spil né próf, þó svo hægt sé að nota hann til að athuga sjálfsupplifun og sjálfsmynd barna. CAT-kassinn er einfaldlega tæki til notkunar í samræðum, samsett af fjölda gagna sem hægt er að nota hvert í sínu lagi eða fleiri saman.
CAT-kassanum fylgir:
• CAT-líkan sem getur komið að gagni við að byggja upp samtalið.
• Mælir, einskonar hitamælir eða loftþrýstimælir, sem mælir styrkleika tilfinninga á mælikvarðanum 0 – 10.
• 9 grunntilfinningar sem hægt er að tjá með 90 tilfinningaorðum og 90 andlitum sem eiga við.
Einnig fylgja auð spjöld þar sem hægt er að skrifa sín eigin tilfinningaorð og líkamsorð á.
• Líkaminn til að ræða um líkamsástand og tilfinningar tengdar líkamanum.
• Hringirnir mínir sem meðal annars eru notaðir í samræðum um félagsleg tengsl, áhugamál og vináttu.
• Hegðunarspjald þar sem fjórar tegundir hegðunar; til fyrirmyndar, hlutlaus, sjálfhverf og árásargjarn eru settar fram í litum og hlutverkaleikjum.
• Skipulagstöflur:
Tímatöflur yfirsólarhringinn,vikuna og árið. Hjólið.
• Límmiðasett fyrir CAT-bækurnar – tilfinningabók, dagbók, hrósbók og áhugabók.
• Plastörk með myndum af öllum 90 andlitunum sem hægt er að ljósrita, klippa út og líma í bækurnar
• Handbók– þar sem fjallað er um notkun CAT-kassans á einfaldan og hagnýtan hátt.
Með því að nota CAT-kassann fá bæði börn og fullorðnir aðstoð við að íhuga og staldra við meðan á samtalinu stendur og aðlaðandi útlit gagnanna virkar hvetjandi á samtalsferlið. CAT-kassinn er hugsaður fyrir:
• foreldra, sem þurfa á nákvæmum og einföldum verkfærum að halda í samræðum við barn sitt.
• kennara og annað fagfólk, sem vill af fagmennsku byggja upp samtöl við börn og ungmenni og gera þau markvissari, ýmist í þeim tilgangi að leysa úr erfiðum aðstæðum eða til að kenna börnum að tjá sig um hugsanir og tilfinningar.
• sálfræðinga, sem geta notað efnið við athuganir sem tæki til að mynda samband við barnið og í meðferðarvinnu sem hluta af hugrænni meðferð.
Undanfarin ár hefur CAT-kassinn verið notaður á heimilum, skólum, stofnunum, sjúkrahúsum og í klínískri vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að CAT-kassinn er áhrifaríkt tæki í sérkennslu sem og í hugrænni þjálfun með börnum og ungmennum.
Um höfundana Annette Møller Nielsen og Kirsten Callesen eru báðar starfandi klínískir sálfræðingar í Danmörku. Dr. Tony Attwood Ph.D.er starfandi sálfræðingur í Brisbane í Ástralíu og prófessor í sálfræði. Nánari upplýsingar um CAT-kassann eru á heimasíðunni