Leiðbeinandi aðgangur í Ipad

Með Leiðbeinandi aðgang geta kennarar, foreldrar eða leiðbeinendur takmarkað iOS stýrikerfið við aðeins eitt smáforrit í einu með því að gera heimatakkann óvirkann. Auk þess er hægt að gera ákveðin svæði á skjánum óvirk (t.d. hnappa sem fara tilbaka).

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér á síðunni er að finna nánari upplýsingar um leiðbeinandi aðgang

| Comments Off

Félagshæfnisögur

Nú er komið nokkuð safn félagshæfnisagna hér á torgið. Ef einhver á félagshæfnisögur sem hann/hún vill deila á torgið má gjarnan vera í sambandi á netfangið: hanna.run.eiriksdottir@reykjavik.is

| Comments Off

Skynörvun

Skynörvun er einkum ætluð þeim sem eiga við skyntruflanir að stríða og einnig þá sem eru með skerta líkamsstarfsemi eða líkamsvitund.

Hér á torginu er umfjöllun um skynörvun í máli og myndum. Undir flipanum “Skynörvun”  er svo hægt að velja um að skoða ólíka þætti skynörvunar; nudd, sjónörvun, vatnsrúm og athafnahring.

| Comments Off

Catalyst, smáforrit til skráningar

Hér á síðunni er umfjöllun um smáforritið Catalyst sem er frábært smáforrit ætlað til skráningar. Hægt er að nota smáforritið til að safna upplýsingum sem svo er hægt að skoða á nákvæman hátt á ákveðnu svæði á netinu sem tengt er smáforritinu. Það er sérlega hentugt fyrir þá sem vinna með atferlisþjálfun en einnig er hægt að safna upplýsingum sem gagnleg eru til að skoða námsframvindu, hegðun ofl.

Sjá umfjöllun hér

| Comments Off

Fræðslufundur í Klettaskóla

 
Fræðslufundur sérkennara og kennara sem hafa sérkennslu að meginstarfi verður haldinn 14. mars kl. 14:30 – 16:10 í Klettaskóla 
 
Dagskrá fundarins:
- Starfið í skólanum, áherslur í námi og kennslu – Erla Gunnarsdóttir
skólastjóri og Guðrún Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri
- Ráðgjafarhlutverk Klettaskóla – Hansína Skúladóttir
ráðgjafarþroskaþjálfi
- Einstaklingsnámskrárgerð – Valgerður Marinósdóttir deildarstjóri
verkefna
- Sérkennslutorgið, nýr kennsluvefur – Hanna Rún Eiríksdóttir

Auk þess verður fundarmönnum boðið að skoða skólann í lok fundarins
 
| Comments Off

Markmið/mat

Hér á síðunni er að finna vinnuform að námskrám og markmiðum. Í Klettaskóla er verið að nota þau form sem hér koma fram. Kosturinn er að hægt er að aðlaga námskrárnar að þeim nemendahópi sem um ræðir hverju sinni. Best er að ná í formið, bæta við dálkum, eyða dálkum og breyta texta, allt eftir því hvað við á hverju sinni. Námskráin er einföld og aðgengileg og hefur gagnast vel.

Námskrár/markmið/mat

Þess má geta að námskrárnar hafa verið í óaðgengilegar í explorer-vafra en í öðrum vöfrum virka þær fínt. Verið er að vinna í því að koma þessu í lag.

| Comments Off

Sérkennslutorg í uppbyggingu

 

Hér er verið að vinna að uppbyggingu sérkennslutorgs. Torgið mun koma til með að miðla upplýsingum er varðar kennsluaðferðir, námsgögn og fleira sem tengist nemendum með sérþarfir.

Markmið

  • Hér verður vettvangur til skoðanaskipta og ráðgjafar um hagnýtar aðferðir og gögn sem reynst hafa vel í kennslu með nemendum með sérþarfir.
  • Leitast verður við að efla samskipti kennara þar sem þeir geta miðlað af reynslu sín á milli.
  • Sérkennslutorg nýtist öllum þeim sem koma að kennslu með fjölbreytta námsörðugleika og sérþarfir í  menntastofnunum landsins.
  • Nemendur með fjölbreyttar sérþarfir eru í ríkari mæli að stunda sitt nám í sínum heimaskóla. Mikilvægt er að kennarar, þroskaþjálfar og annað starfsfólk fái góðan stuðning og aðgengi að efni og upplýsingum sem gagnast getur í kennslu nemenda með sérþarfir.
  • Veittar verða upplýsingar, kennsluaðferðum miðlað,  innsýn veitt í fjölbreytt námsumhverfi og sérkennurum gert kleift að finna styrk hver hjá öðrum á spjallborði óháð tíma og rúmi.
  • Hér verður starfssamfélag á netinu sem gagnast  öllum þeim sem koma að kennslu og umönnun nemenda með sérþarfir.
  • Sérkennslutorg mun rjúfa einangrun þeirra sem starfa við sérkennslu víða um land.
  • Það mun jafna aðstöðu kennara og skóla án tillits til staðsetningar, hvað varðar aðgengi að efni, tengslum og fræðslu
  • Sérkennslutorgið tryggir nemendum með sérþarfir þann jöfnuð og mannréttindi sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.
  • Sérkennslutorg eykur samskipti á milli skólastofnana, kennara, foreldra og ráðgjafa um málefni er varðar nemendur með sérþarfir.
| Tagged | Leave a comment