Námskeið fyrir sérkennslustjóra á leikskólum

Í samstarfi við Félag leikskólakennara

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni sérkennslustjóra í dagsins önn. Námskeiðið á að vera praktískt og til þess gert að sérkennslustjórar geti einnig miðlað af eigin reynslu og þekkingu. Þannig er námskeiðið jafnt ætlað þeim sem hafa starfað lengi sem sérkennslustjórar og þeim sem hafið nýhafið störf – og öllum þeim sem eru mitt á milli.

Á námskeiðinu verður fjallað um starf sérkennslustjóra og rætt út frá helstu viðfangsefnum hvernig hægt er að auðvelda sér starfið með góðu skipulagi og aðstoð upplýsingatækninnar.
Námskeiðið verður bæði í formi fyrirlestra og vinnustofu. Gefið verður gott rými fyrir umræður þannig að þátttakendur geti skipst á hugmyndum og reynslu.

Námskeiðið verður haldið á húsnæði Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7, þann 11. janúar 2016 endurmenntun

Hér er hægt að skrá sig:

| Comments Off

Snjalltafla notuð í samverustund

Hér er gott dæmi um gagnlega notkun á snjalltöflu í samverustund.

Nemendur í þriðja bekk í Klettaskóla eru hér í samverustund. Hefur þetta reynst einstaklega vel og nemendur taka virkan þátt. Þeir fara vel yfir daginn í upphafi dags, það veitir þeim öryggi og búa þá vel undir skóladaginn. Að auki leysa þeir ýmis verkefni sem tengjast dagasögum ofl.

Hér má sjá nánari umfjöllun sem og seinni hluta samverustundarinnar

| Comments Off

PEERS námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

Áhugavert námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. PEERS, Certified Training for mental health professionals and educators. Námskeiðið fer fram á ensku, dagana 9. 10. og 11. desember 2015. Snemmskráning fer fram til og með 13. október og tryggir það betra verð. Hér má skoða nánar upplýsingar um námskeiðið:

PEERS endurmenntun

| Comments Off

Spennandi ráðstefna

Talþjálfun Reykjavíkur stendur fyrir ráðstefnu þar sem talmeinafræðingar og fagfólk úr skólasamfélaginu leggja  sitt af mörkum í umræðu um mál og læsi. Meðal annars verða  erindi um smáforrit, tæki og tól sem börn nota daglega.

 

Allt það nýjasta sem í boði er fyrir málþroska framburð hljóðkerfisvitund og læsi.

talthjalfun

 

 

 

| Comments Off

Bitsboard merki

Gagnlegt er að prenta út Bitsboard merki til að setja upp sjónræna vinnustund í Bitsboard smáforritinu. Hér má finna umfjöllun og tengil á merkin sem hægt er að prenta út.
bitsboard logo

| Comments Off

Boðskipti með myndum

Nemendur sem eru ekki að nota tungumálið til tjáskipta hafa kost á að læra að tjá sig með Design (1)myndum. Gott er að nota Boardmakermyndir eða ljósmyndir og byggja frásögnina upp með vali á myndum sem raðað er upp á spjald. Þegar myndir hafa verið valdar er farið yfir og lesið með nemandanum. Á þennan hátt geta þeir sagt frá liðnum atburðum, líðan og fleiru.

Sjá nánari umfjöllun er hér 

 

Hér er má sjá hvernig nemandi velur myndir í sína frásögn. Hann tekur sjálfur myndirnar af spjaldinu með því að vega og meta það sem er í boði hverju sinni. Hann tekur sér tíma og kíkir öðru hvoru á myndirnar meðan hann hugsar um hvaða mynd hann ætlar að velja.

| Comments Off

Augnstýring

Hér á undirsíðu er að finna umfjöllun um augnstýringu.

Augnstýribúnaður er gagnlegur fyrir nemendur sem af einhverjum völdum nýta sér ekki hefðbundnar tjáskiptaleiðir. Augnstýribúnaður hefur verið notaður með góðum árangri með einstaklingum sem hafa skerta hreyfifærni en hafa stjórn á augnhreyfingum.

emma

| Comments Off

Leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur

Á síðunni undir flipanum Spjaldtölvur er að finna skýringarmyndbönd um nokkur atriði tengd stýrikerfi spjaldtölvunnar. Myndböndin eru gerð með því að lesa inn á myndir. Þau geta gagnast vel til að átta sig á og tileinka sér eitt og annað sem gott er kunna  í vinnu með iPad.

| Comments Off

Hringjatími

Í hringjatíma sitja nemendur í hring og tilbúin athafnaröð fer fram við ákveðna tónlist. Nemendur læra ákveðna röð athafna og byggð er upp eftirvænting þegar tónlist stoppar og næsta athöfn er undirbúin. Nemendur læra að skiptast á og að bíða eftir að röðin komi að þeim.

Hægt er að byggja þessa tíma upp á mimunandi hátt þe. mismunandi athafnir við mismunandi tónlist en hver athöfn á sitt lag.

athafnamynd1

 

 

Hér er hægt að sjá myndir teknar í hringjatíma:

| Comments Off

Sjónrænar leiðbeiningar

Oft er gott að nota myndir til að leiðbeina nemendum. Gott er að hafa nokkrar myndir tiltækar öllum stundum og þá er einfalt ráð að setja þær um hálsinn eða í kippu í buxnastreng.  Sjónrænar leiðbeiningar skipta miklu máli fyrir nemendur með sérþarfir og mikilvægt að stilla orðaflaumi í hóf þegar nemendum er leiðbeint. Hér á síðunni er hægt að nálgast Boardmakermyndir sem gagnast vel til sjónrænna leiðbeininga. Athugið að til þess að opna skjölin þarf Boardmakerforritið að vera í tölvunni

sjonraenar leidbeiningar

| Comments Off