Starf sérkennslustjóra í leikskólum
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni sérkennslustjóra í dagsins önn. Námskeiðið á að vera praktískt og til þess gert að sérkennslustjórar geti einnig miðlað af eigin reynslu og þekkingu. Þannig er námskeiðið jafnt ætlað þeim sem hafa starfað lengi sem sérkennslustjórar og þeim sem hafið nýhafið störf – og öllum þeim sem eru mitt á milli.
Á námskeiðinu verður fjallað um starf sérkennslustjóra og rætt út frá helstu viðfangsefnum hvernig hægt er að auðvelda sér starfið með góðu skipulagi og aðstoð upplýsingatækninnar. Námskeiðið verður bæði í formi fyrirlestra og vinnustofu. Gefið verður gott rými fyrir umræður þannig að þátttakendur geti skipst á hugmyndum og reynslu.
Gott er að hafa spjaldtölvu eða fartölvu meðferðis.
Nánari upplýsingar og skráning hér