Oft er gott að nota myndir til að leiðbeina nemendum. Gott er að hafa nokkrar myndir tiltækar öllum stundum og þá er einfalt ráð að setja þær um hálsinn eða í kippu í buxnastreng. Sjónrænar leiðbeiningar skipta miklu máli fyrir nemendur með sérþarfir og mikilvægt að stilla orðaflaumi í hóf þegar nemendum er leiðbeint. Hér á síðunni er hægt að nálgast Boardmakermyndir sem gagnast vel til sjónrænna leiðbeininga. Athugið að til þess að opna skjölin þarf Boardmakerforritið að vera í tölvunni