Um torgið

Sérkennslutorg hefur það markmið að styrkja samfélag þeirra sem sinna kennslu nemenda með sérþarfir á landinu. Hér er upplýsingum miðlað er varðar kennslu nemenda, hægt er að skoða kennslugögn og kennsluaðferðir meðal annars í formi myndefnis.  Allar myndir og myndbönd á vefnum eru birt með leyfi foreldra og/eða forráðamanna.

Samfélagsmiðlar er vettvangur til að miðla upplýsingum og afla sér þekkingar. Á einfaldan hátt er hægt að deila efni, reynslusögum og gagnlegu efni með öðrum.  Í tenglsum við torgið eru gagnlegir Facebookhópar sem vert er að benda á: Smáforrit í sérkennslu  og Kennsla nemenda með sérþarfir. Sérkennslutorg er með opna síðu á Facebook þar sem fram koma ýmsar upplýsingar tengdar torginu og starfssemi þess.  Sérkennslutorg er einnig með Pinterestsíðu þar sem búið er að flokka smáforrit og tengja við Appstore.

Sérkennslutorg kemur sér vel fyrir alla þá sem starfa við sérkennslu.  Sérkennslutorgið er unnið út frá Klettaskóla og er hluti af ráðgjafahlutverki skólans.

 

Verkefnastjóri torgsins er Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari og ráðgjafi í Klettaskóla

hanna.run.eiriksdottir@rvkskolar.is

sími 898-0013

Deildu þinni skoðun