Bitsboard merki

Gagnlegt er að prenta út Bitsboard merki til að setja upp sjónræna vinnustund í Bitsboard smáforritinu. Hér má finna umfjöllun og tengil á merkin sem hægt er að prenta út.
bitsboard logo

| Comments Off

Boðskipti með myndum

Nemendur sem eru ekki að nota tungumálið til tjáskipta hafa kost á að læra að tjá sig með Design (1)myndum. Gott er að nota Boardmakermyndir eða ljósmyndir og byggja frásögnina upp með vali á myndum sem raðað er upp á spjald. Þegar myndir hafa verið valdar er farið yfir og lesið með nemandanum. Á þennan hátt geta þeir sagt frá liðnum atburðum, líðan og fleiru.

Sjá nánari umfjöllun er hér 

 

Hér er má sjá hvernig nemandi velur myndir í sína frásögn. Hann tekur sjálfur myndirnar af spjaldinu með því að vega og meta það sem er í boði hverju sinni. Hann tekur sér tíma og kíkir öðru hvoru á myndirnar meðan hann hugsar um hvaða mynd hann ætlar að velja.

| Comments Off

Augnstýring

Hér á undirsíðu er að finna umfjöllun um augnstýringu.

Augnstýribúnaður er gagnlegur fyrir nemendur sem af einhverjum völdum nýta sér ekki hefðbundnar tjáskiptaleiðir. Augnstýribúnaður hefur verið notaður með góðum árangri með einstaklingum sem hafa skerta hreyfifærni en hafa stjórn á augnhreyfingum.

emma

| Comments Off

Leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur

Á síðunni undir flipanum Spjaldtölvur er að finna skýringarmyndbönd um nokkur atriði tengd stýrikerfi spjaldtölvunnar. Myndböndin eru gerð með því að lesa inn á myndir. Þau geta gagnast vel til að átta sig á og tileinka sér eitt og annað sem gott er kunna  í vinnu með iPad.

| Comments Off

Hringjatími

Í hringjatíma sitja nemendur í hring og tilbúin athafnaröð fer fram við ákveðna tónlist. Nemendur læra ákveðna röð athafna og byggð er upp eftirvænting þegar tónlist stoppar og næsta athöfn er undirbúin. Nemendur læra að skiptast á og að bíða eftir að röðin komi að þeim.

Hægt er að byggja þessa tíma upp á mimunandi hátt þe. mismunandi athafnir við mismunandi tónlist en hver athöfn á sitt lag.

athafnamynd1

 

 

Hér er hægt að sjá myndir teknar í hringjatíma:

| Comments Off

Sjónrænar leiðbeiningar

Oft er gott að nota myndir til að leiðbeina nemendum. Gott er að hafa nokkrar myndir tiltækar öllum stundum og þá er einfalt ráð að setja þær um hálsinn eða í kippu í buxnastreng.  Sjónrænar leiðbeiningar skipta miklu máli fyrir nemendur með sérþarfir og mikilvægt að stilla orðaflaumi í hóf þegar nemendum er leiðbeint. Hér á síðunni er hægt að nálgast Boardmakermyndir sem gagnast vel til sjónrænna leiðbeininga. Athugið að til þess að opna skjölin þarf Boardmakerforritið að vera í tölvunni

sjonraenar leidbeiningar

| Comments Off

Vinnuspjöld fyrir spjaldtölvu

Gott er að afmarka kennslustund í spjaldtölvu á sjónrænan hátt til að nemandinn viti nákvæmlega til hvers er ætlast í hverjum tíma. Settar eru myndir af þipadspjaldeim smáforritum sem á að nota og þegar búið er að vinna í ákveðinn tíma er sett stjarna við og þá unnið í því næsta.  Þetta hjálpar til við að ramma inn kennslustundina og nemandinn finnur öryggi þar sem hann getur fylgst vel með því hvað hann er búinn að vinna og hvað hann á eftir.

Hér á síðunni er hægt að sækja form að vinnuspjaldi með annars vegar 4 hólfum fyrir smáforrit og hinsvegar 2 hólfum. Eins er hægt að breyta skjalinu að vild, bæta við eða taka úr.

| Comments Off

Góð smáforrit

PoppAppFactory framleiðir skemmtileg og gagnleg smáforrit. Frá þeim hafa meðal annars komið smáforritin Memoria og Juicy Math, annars vegar minnisspil þar sem hægt er að nota eigin myndir og svo gagnlegt stærðfræðismáforrit þar sem upp eru sett sjónræn dæmi fyrir nemendur. Einnig má nefna Mosaic sem er gott smáforrit til að þjálfa fínhreyfingar. Nú er útsala á öllum smáforritunum þeirra og stendur hún fram til 3. júní. Hægt er að kynna sér og skoða smáforritin á vefsíðunni  þeirra. banner

| Comments Off

Dropboxtenglar virkir

dropboxNú hefur öryggisgalli hjá Dropbox verið lagaður svo allir tenglar ættu að vera í lagi á torginu núna.

| Comments Off

Óvirkir tenglar á síðunni

Sem stendur er meirihluti Dropboxtengla óvirkir á Sérkennslutorgi Ástæðan er sú að öryggisgalli hjá Dropbox veldur því að þeir hafa gert  tenglana óvirka. Nú er verið að vinna í því að finna lausn á vandanum og mögulega verður þetta komið í lag innan tíðar.

Sjá nánari upplýsingar hér: Dropbox blog   dropbox

 

Ef sérstakar óskir eru um efni af síðunni sem nú er óvirkt þá endilega hafið samband á netfangið  hanna.run.eiriksdottir@reykjavik.is og ég get sent efni í tölvupósti.

| Comments Off