Fréttabréf um augnstýringu í Klettaskóla

frettabref

| Comments Off

Sjónrænt skipulag

Í Klettaskóla nota nemendur sjónrænt skipulag. Útfærslan er með ýmsum hætti, útprentaðar töflur eða í spjaldtölvu. Smáforritið sem reynst hefur best er First Then Visual Schedule:
ftvs

 

Hægt er að stilla hvernig sjónræna skipulagið birtist nemendum, allt eftir þörfum hvers og eins:

prufan

Á bakvið hverja mynd er hægt að setja myndband sem lýsir enn frekar þeirri athöfn sem myndin lýsir. Einfalt er að breyta myndum og bæta við svo það er hægt að bregðast við með litlum fyrirvara ef breytingar eiga sér stað á stundatöflu dagsins.

 

 

 

 

| Comments Off

Rafræn gögn af námskeiði sérkennslustjóra hjá EHÍ

Bestu þakkir til  þátttakenda á námskeiðinu  um starf sérkennslustjóra á leikskólum í Endurmenntun Háskóla Íslands þann 9. febrúar síðastliðinn.

Hér er hægt að nálgast rafræn gögn af námskeiðinu:

Glærur Fjólu Þorvalds  starf sérkennslustjóra 

Glærur Hönnu Rúnar um Sérkennslutorg og tengt efni

Eyðublöð sem gott er að nota til hagræðingar í starfinu.

Kennsluhefti um Outlook póstkerfið 

| Comments Off

Communicator 5 tjáskiptaforritið

Framvegis símenntunarmiðstöð stendur fyrir námskeiði í Communicator 5  tjáskiptaforritinu. Þetta gagnast öllum þeim sem vinna með tjáskiptaforritið. tobii

| Comments Off

Námskeið hjá EHÍ

Vakin er athygli á námskeiði hjá EHÍ í fyrirlögn á greiningarprófinu Hljóðfærni. Snemmskráning veitir afslátt af námskeiðsgjaldi.

Hljóðfærniprófið er ætlað nemendum í fyrsta bekk grunnskóla og teljast í áhættuhópi vegna lesblindu.

Nánari upplýsingar hér

 

namsk

| Comments Off

Félagsfærniþjálfun í Klettaskóla

Á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins var Helga Magnússon með erindi um CAT kassann og hvernig hún notar hann í félagsfærniþjálfun með nemendum sínum.

Hér eru glærur af ráðstefnunni

Hægt er að sækja ráðgjöf í Klettaskóla og nánari upplýsingar veitir Helga Magnússon, netfang: Helga.Gurli.Magnusson@rvkskolar.is

| Comments Off

Fréttabréf um augnstýringu í Klettaskóla

frettabref

| Comments Off

Lesblinda er algengt vandamál

Áhugavert námskeið hjá Mímir símenntun.

Viltu geta lesið fjölbreyttan texta þér til gagns og ánægju?

Lærðu að nota upplýsingatæknina til að hjálpa þér að öðlast færni í lestri og ritun.

lesblinda

| Comments Off

Námskeið hjá Endurmenntun

Starf sérkennslustjóra í leikskólum

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni sérkennslustjóra í dagsins önn. Námskeiðið á að vera praktískt og til þess gert að sérkennslustjórar geti einnig miðlað af eigin reynslu og þekkingu. Þannig er námskeiðið jafnt ætlað þeim sem hafa starfað lengi sem sérkennslustjórar og þeim sem hafið nýhafið störf – og öllum þeim sem eru mitt á milli.

Á námskeiðinu verður fjallað um starf sérkennslustjóra og rætt út frá helstu viðfangsefnum hvernig hægt er að auðvelda sér starfið með góðu skipulagi og aðstoð upplýsingatækninnar.  Námskeiðið verður bæði í formi fyrirlestra og vinnustofu. Gefið verður gott rými fyrir umræður þannig að þátttakendur geti skipst á hugmyndum og reynslu.

Gott er að hafa spjaldtölvu eða fartölvu meðferðis. endurmenntun

Nánari upplýsingar og skráning  hér 

 

| Comments Off

Nemendur í Klettaskóla læra augnstýringu

| Comments Off