Boardmaker

Boardmaker forritið er framleitt af Mayer Johnson fyrirtækinu í Bandaríkjunum.

Boardmaker forritið er myndrænn gangagrunnur með rúmlega 3000 samskiptatáknmyndum (Picture Communication Symbols) og fjölda myndaramma. Myndirnar eru bæði svart/hvítar og í lit og eru þær þýddar á 24 tungumál. Íslenskt bfacesmyndaheiti þarf að setja inn og er það gert jafnóðum og unnið er í forritinu. Teikniforrit er innbyggt í Boardmaker. Boardmaker er úrvals kennsluforrit fyrir alla aldurshópa og nýtist ýmsum námsgreinum, í sérkennslu, á sambýlum, á heilbrigðisstofnunum og á heimilum. Hægt er að prenta úr myndir og námskeiðsgögn að vild.

Á heimasíðu Mayer Johnson er að finna margskonar efni sem hægt er að hlaða niður og þýða með auðveldum hætti yfir á íslensku.

Boardmakershare er síða þar sem hægt er að deila sínu efni inná eða ná sér í efni sem búið hefur verið til af öðrum. Þar inni er íslenskur hópur sem gagnlegt væri að byggja upp svo að þar verði til gagnagrunnur sem gott er að leita í.

Hér má sjá skýringar myndband um Boardmakershare síðuna:

Á Facebook er einnig að finna hóp um Boardmaker þar sem hægt er leita ráða og  spjalla um notkun Boardmaker.

Á Pinterest er fjöldinn allur af hugmyndum um notkun á Boardmaker

Comments are closed.