Pecs (Picture Exchange Communication System)

PECS er tjáskiptakerfi hannað af Lori Frost og Andy Bondy sem byggir á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar.

PECS mappa

 

Það sem greinir þetta kerfi frá öðrum er að frumkvæði nemandans er sett í forgrunn og kerfisbundið er unnið með þróun máls. Stigin í þessu tjáskiptakerfi eru 6 og einnig eru kennd ýmis viðbótartákn til samskipta t.d. að biðja um hjálp. Mikilvægt er að þeir sem nota þessa kennsluaðferð séu búnir að fá kennslu og þjálfun til þess að nota þetta verkfæri.

Hér er verið að kynna pecs fyrir nemanda í fyrsta bekk í Klettaskóla. Nemandinn tjáir sig táknum og hljóðum og orðum en pecs-ið kemur til með að styrkja hans leið til tjáningar.

 

 

Deildu þinni skoðun