Vinnureglur eru reglur allra nemenda í skólastofunni.
Markmiðin eru persónuleg markmið hvers og eins.
Myndirnar eru fengnar í forritinu boardmaker.
Hvatabók
Nemandinn vinnur að 1-3 persónulegum markmiðum í einu og eru þau bæði skrifleg og myndræn allt eftir þörfum nemandans.
Þessi markmið eru einnig sett á borð nemanda “Markmiðin mín” eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Mikilvægt er að útskýringar á markmiðum séu í bókinni svo að bæði nemandinn og kennarar skilji út á hvað markmiðin ganga.