Stundatöfluform

Stundatöflur geta verið mjög misjafnar eftir því hvað hentar hverjum nemanda. Hér gefur að líta nokkrar útgáfur.

Stundatafla útbúin í tjáskiptaforritinu Communicator 5 – hægt er að nálgast formið á Pageset Central í gagnabanka Tobii Dynavox. Til að vinna inn í það þarf að vera með Communicator í viðkomandi tölvu.

stundatafla

Hver dagur hefur sinn lit:

Mánudagur, Þriðjudagur, Miðvikudagur, Fimmtudagur, Föstudagur

Hér eru notaðar einfaldar svarthvítar boardmaker myndir og tíminn listaður upp vinstra megin. Gormur er settur á plöstuð blöðin svo nemandinn flettir á réttan dag eftir því sem við á. Stundataflan er geymd á vinnuborði nemandans þar sem hann getur ávallt séð hvað gerist næst og hefur góða yfisýn yfir daginn.


Stundatafla sem sett er upp á vegg við vinnuborð nemanda:

 

Hér er yfirlit yfir alla vikuna, litir aðgreina dagana og boardmakermyndir  vísa á hverja kennslustund.

Stundaskrá-vinnuform


Einfaldari tegundir af stundatöflu eru svo hér:

Einn dagur í einu. Boardmaker myndir eru settar á riflás og hver og ein tekin af fyrir kennslustund. Stundataflan hangir upp á vegg en er hreyfanleg þe. hægt að taka og setja í fang viðkomandi nemanda og hann tekur mynd af fyrir hverja kennslustund og setur á viðkomandi vinnusvæði.


Vasar fyrir sjónrænar stundatöflur virka einnig vel

Þá eru tvær myndir sýnilegar og myndum skipt út eftir því sem við á. Mynd af nemandanum er höfði í vinstra horni og dagarnir eru merktir eftir litum.

Auðveldlega er hægt að fjölga myndum ef þörf þykir. Hægt er að nota ljósmyndir eða boardmakermyndir, allt eftir því sem hentar hverjum nemanda.

 

 


Hlutastundaskrá hentar ákveðnum hópi nemenda. Hægt er að nota ýmsa fjölbreytta hluti til að tákna ákveðnar aðstæður og tíma. Hér er hægt að sjá vinnuform að hlutastundaskrá. Hægt er að nota hana til viðmiðunar og bæta inn myndum sem henta viðkomandi nemendum.

 

Hlutastundaskrá-vinnuform

 


Bekkjarstundaskrá

Bekkjarstundaskrá – vinnuform

 

 


Persónulegt dagskipulag

Persónulegt dagskipulag – vinnuform

 


Dæmi um sjónrænar stundatöflur á nemendaborði.


 

Hér er útfærsla af stundatöflu sem gagnast vel með nemendum.  Lítil kort með stundaskra2viðfangsefnum kennslustundar/dags fest á spjald með frönskum rennilás. Flett er yfir þegar verkefni er lokið og byrjað á því næsta. Gott er að setja á flipann sem lokað er með, myndir af einhverju sem vekur áhuga hjá nemandanum td. ofurhetjur, bílar, Barbie eða eitthvað sem nemandum þykir spennandi. Það virkar í flestum tilfellum hvetjandi. Þessi tegund stundatöflu gefur nemandanum góða yfirsýn, skapar öryggi og dregur úr kvíða.

stundaskra1

 Stundatöflur, vinnuform  

Hver dagur á sérstakan lit. Vinnuformið er í Excel skjali og neðst á skjánum er hægt að fletta á milli daga. Myndir fylgja á sumum dögum en þeim er auðveldlega hægt að skipta út eða flytja á milli.

Gott er einnig að hafa mynd til að sýna nemendum þegar þeir eiga að fara að töflu:

stmerki

 

 


Umfjöllun unnin í samstarfi við Margréti Valgerði Pálsdóttur þroskaþjálfa í Klettaskóla


Deildu þinni skoðun