Snjalltöflur

smart3

Snjalltafla (Smartboard) er  gagnvirk tafla þar sem hægt er að vinna margvísleg verkefni í flestum námsgreinum. Í fjölbreyttum nemendahópi gagnast snjalltaflan einstaklega vel. Snjalltöflunni fylgir ákveðinn hugbúnaður sem hægt er að nota auk þess sem taflan tengist internetinu. Hinir ýmsu námsvefir gagnast vel í þessu samhengi en einnig er hægt að hlaða niður tilbúnum verkefnum af vef „Smart Exchange“. Þau er hægt að aðlaga íslenskum notendum og nota í kennslu. Notkun Smarttöflunnar gefur góða möguleika á að fanga athygli nemenda og þeir læra að vinna í hópi. Þeir fylgjast með því sem er að gerast hverju sinni og bíða eftir að röðin komi að þeim. Þegar unnið er á snjalltöfluna eru gjarnan notaðar stórar hreyfingar sem er góð þjálfun fyrir nemendur. Þeir geta staðið uppréttir við töfluna en hreyfanleiki töflunnar kemur sér vel fyrir nemendur á yngri stigum auk þeirra sem sitja í hjólastól því hægt er að lækka töfluna töluvert.  Snjalltaflan gefur einstaklega skemmtilega möguleika á fræðslu til nemenda með fjölbreyttar sérþarfir. Aðlögun á efni og fjölbreytt verkefni gera það að verkum að hver nemandi fær að njóta sín í hópi bekkjarfélaga sinna.

smart

Gagnlegt er að kynna sér þessa góðu  vefsíðu sem styður við notkun Smarttöflunnar í kennslu.

Hægt er að taka veflæg námskeið og horfa á myndbönd um notkunarmöguleika.

Gagnlegur hópur er á Facebook um notkun snjalltöflunnar.  Hann er sænskur og öllum opinn. Til að taka þátt í umræðum þarf að sækja um aðgang.

Hér eru dæmi um notkun á snjalltöflu.

Verið er að vinna á vef Námsgagnastofnunnar “Lestur er leikur”

Hér er verið er að vinna með Incredibox, skemmtilegt forrit í netinu.

Comments are closed.