Vinnuspjöld fyrir spjaldtölvu

Gott er að afmarka kennslustund í spjaldtölvu á sjónrænan hátt til að nemandinn viti nákvæmlega til hvers er ætlast í hverjum tíma. Settar eru myndir af þipadspjaldeim smáforritum sem á að nota og þegar búið er að vinna í ákveðinn tíma er sett stjarna við og þá unnið í því næsta.  Þetta hjálpar til við að ramma inn kennslustundina og nemandinn finnur öryggi þar sem hann getur fylgst vel með því hvað hann er búinn að vinna og hvað hann á eftir.

Hér á síðunni er hægt að sækja form að vinnuspjaldi með annars vegar 4 hólfum fyrir smáforrit og hinsvegar 2 hólfum. Eins er hægt að breyta skjalinu að vild, bæta við eða taka úr.

| Comments Off

Góð smáforrit

PoppAppFactory framleiðir skemmtileg og gagnleg smáforrit. Frá þeim hafa meðal annars komið smáforritin Memoria og Juicy Math, annars vegar minnisspil þar sem hægt er að nota eigin myndir og svo gagnlegt stærðfræðismáforrit þar sem upp eru sett sjónræn dæmi fyrir nemendur. Einnig má nefna Mosaic sem er gott smáforrit til að þjálfa fínhreyfingar. Nú er útsala á öllum smáforritunum þeirra og stendur hún fram til 3. júní. Hægt er að kynna sér og skoða smáforritin á vefsíðunni  þeirra. banner

| Comments Off

Dropboxtenglar virkir

dropboxNú hefur öryggisgalli hjá Dropbox verið lagaður svo allir tenglar ættu að vera í lagi á torginu núna.

| Comments Off

Óvirkir tenglar á síðunni

Sem stendur er meirihluti Dropboxtengla óvirkir á Sérkennslutorgi Ástæðan er sú að öryggisgalli hjá Dropbox veldur því að þeir hafa gert  tenglana óvirka. Nú er verið að vinna í því að finna lausn á vandanum og mögulega verður þetta komið í lag innan tíðar.

Sjá nánari upplýsingar hér: Dropbox blog   dropbox

 

Ef sérstakar óskir eru um efni af síðunni sem nú er óvirkt þá endilega hafið samband á netfangið  hanna.run.eiriksdottir@reykjavik.is og ég get sent efni í tölvupósti.

| Comments Off

Skólareglur

skolareglurHér á Sérkennslutorgi er hægt að nálgast skólareglur sem tilbúnar til útprentunar. Þær eru vistaðar í Dropboxi og öllum aðgengilegar.

| Comments Off

Félagslegt samspil í spjaldtölvu

Gott er að þjálfa félagslegt samspil þegar nemendur vinna með eina spjaldtölvu. Það þarf að læra að bíða, tileinka sér þolinmæði og tillitsemi, auk þess sem nemandinn sem er áhorfandi lærir af hinum sem er að vinna.  Nemendur læra að hjálpast að,  hvetja hvorn annan  og hrósa.

Hér er unnið með smáforritið Juicy math

jusicy math

 

Nánari umfjöllun má sjá hér

| Comments Off

Pinterestsíða fyrir smáforrit

Nú hefur Sérkennslutorg opnað síðu á Pinterest sérstaklega fyrir smáforrit sem henta í sérkennslu. Smáforritum er flokkað eftir því hvað verið er að þjálfa. Haldið verður áfram að setja inn á þessa síðu jafnóðum. Allar ábendingar um gagnleg smáforrit eru vel þegnar annað hvort á netfangið hanna.run.eiriksdottir@reykjavik.is eða í hóp á Facebook: Smáforrit í sérkennslu

PINTEREST

| Comments Off

Fræðsludagur íslenskra sérkennara

Sérkennslutorg var með kynningarbás á fræðsludegi íslenskra sérkennara þann 25. fraedsludagurnóvember.  Ánægjulegt var að  hitta sérkennara og kynna þeim starfsemi Sérkennslutorgs. Sérkennarar eru ánægðir með að vefur Sérkennslutorgsins sé öllum opinn og hægt sé að nálgast efni þar án tilkostnaðar. Alls kyns vinnuform koma sér vel, eins líka hugmyndir að uppbyggingu kennslustunda og sjónrænar leiðbeiningar. 

Dagskráin var fjölbreytt og mörg áhugaverð erindi. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir fjallaði  um upplifanir fólks með þroskahömlun af félagslegum samskiptum við jafnaldra. Frá Barnahúsiveggspjald serktorg var erindi um kynferðisofbeldi gagnvart  börnum og Kristín Arnardóttir var með erindi um fyrstu skrefin í lestrar- og stærðfræðikennslu barna með verulegar sérþarfir. Björk Jónsdóttir, skólastjóri Brúarskóla, var með erindi um starfsemi og ráðgjafahlutverk skólans. Í lok dags var erindi um spjaldtölvur í sérkennslu en Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Grandaskóla sagði frá reynslu sinni og vinnu með fjölbreytt smáforrit með nemendum með sérþarfir.

Á aðalfundi Félags íslenskra sérkennnara, sem haldinn var í upphafi dags, var meðal annars kjörin ný stjórn. Hana sitja nú, Sædís ósk Harðardóttir formaður, Aldís Ebba Eðvaldsdóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Jóninna Hólmsteinsdóttir, Anna Lind Pétursdóttir, Ásta Björk Björnsdóttir og Sigrún Huld Auðunsdóttir.

Meira má lesa um fræðsludaginn og Félag íslenskra sérkennara á Facebook síðu félagsins

| Comments Off

Stærðfræði með Numicon

Hér á vefinn er komin ítarleg umfjöllun um Numicon stærðfræðikubba. Á undirsíðum má finna ítarefni og annað tengt Numicon.

Numicon er hannað með það í huga að nýta þrjá af meginstyrkleikum ungra barna og hjálpa þeim um leið að skilja tölur.

Þessir þrír meginstyrkleikar eru:

-Lærdómur í leik

- eftirtekt

-sterk tilfinning barna fyrir mynstrum 

| Comments Off

Catalyst skráningarkerfið

Catalyst skráningarkerfið er einstaklega gagnlegt til að skrá upplýsingar og fylgjast með framförum, hegðun og fleiru hjá nemendum. Þeir sem vinna við atferlisþjálfun ættu kynna sér þetta kerfi því þetta auðveldar vinnu við atferlisþjálfun til muna. Að auki gefur þetta góða yfirsýn yfir hvern nemanda frá degi til dags og því hægt að fylgjast grant með þróun hjá hverjum nemanda fyrir sig.  Þóra Halldóra Gunnarsdóttir hjá Skema er tengiliður og sérstakur ráðgjafi fyrir Catalsyt hér á Íslandi.  Þann 17. september næstkomandi verður hægt að sækja ókeypis kynningu á Catalyst skráningarkerfinu. Ég hvet alla áhugasama að skrá sig hér.

| Comments Off