Sérkennslutorg í uppbyggingu

 

Hér er verið að vinna að uppbyggingu sérkennslutorgs. Torgið mun koma til með að miðla upplýsingum er varðar kennsluaðferðir, námsgögn og fleira sem tengist nemendum með sérþarfir.

Markmið

  • Hér verður vettvangur til skoðanaskipta og ráðgjafar um hagnýtar aðferðir og gögn sem reynst hafa vel í kennslu með nemendum með sérþarfir.
  • Leitast verður við að efla samskipti kennara þar sem þeir geta miðlað af reynslu sín á milli.
  • Sérkennslutorg nýtist öllum þeim sem koma að kennslu með fjölbreytta námsörðugleika og sérþarfir í  menntastofnunum landsins.
  • Nemendur með fjölbreyttar sérþarfir eru í ríkari mæli að stunda sitt nám í sínum heimaskóla. Mikilvægt er að kennarar, þroskaþjálfar og annað starfsfólk fái góðan stuðning og aðgengi að efni og upplýsingum sem gagnast getur í kennslu nemenda með sérþarfir.
  • Veittar verða upplýsingar, kennsluaðferðum miðlað,  innsýn veitt í fjölbreytt námsumhverfi og sérkennurum gert kleift að finna styrk hver hjá öðrum á spjallborði óháð tíma og rúmi.
  • Hér verður starfssamfélag á netinu sem gagnast  öllum þeim sem koma að kennslu og umönnun nemenda með sérþarfir.
  • Sérkennslutorg mun rjúfa einangrun þeirra sem starfa við sérkennslu víða um land.
  • Það mun jafna aðstöðu kennara og skóla án tillits til staðsetningar, hvað varðar aðgengi að efni, tengslum og fræðslu
  • Sérkennslutorgið tryggir nemendum með sérþarfir þann jöfnuð og mannréttindi sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.
  • Sérkennslutorg eykur samskipti á milli skólastofnana, kennara, foreldra og ráðgjafa um málefni er varðar nemendur með sérþarfir.
This entry was posted in Fréttir and tagged . Bookmark the permalink.

Deildu þinni skoðun