Nemendur sem eru ekki að nota tungumálið til tjáskipta hafa kost á að læra að tjá sig með myndum. Gott er að nota Boardmakermyndir eða ljósmyndir og byggja frásögnina upp með vali á myndum sem raðað er upp á spjald. Þegar myndir hafa verið valdar er farið yfir og lesið með nemandanum. Á þennan hátt geta þeir sagt frá liðnum atburðum, líðan og fleiru.
Sjá nánari umfjöllun er hér
Hér er má sjá hvernig nemandi velur myndir í sína frásögn. Hann tekur sjálfur myndirnar af spjaldinu með því að vega og meta það sem er í boði hverju sinni. Hann tekur sér tíma og kíkir öðru hvoru á myndirnar meðan hann hugsar um hvaða mynd hann ætlar að velja.