Myndbönd

Hér er dæmi um einfalt og ókeypis smáforrit. Það heitir Chalk Screecher. Nemandinn er áhugasamur um að heyra hljóðið og er fljótur að átta sig á því hvað gerist þegar hann snertir skjáinn og er duglegur að nota höndina til að ískrið heyrist. Kennari þarf að gæta þess að spjaldtölvan sé í réttri stöðu.
Hér er stutt myndband af stúlku sem hefur takmarkaða hreyfifærni, nota spjaldtölvu. Hún stendur  í standgrind og er í góðri uppréttri stöðu.  Hún leggur sig fram við að snerta skjáinn til að fá viðbrögð. Smáforritið heitir Sound shaker og hefur þá kosti að gefa svörun við litla hreyfingu.
Hér er nemandi að vinna í smáforritinu Dexteria sem er gagnlegt meðal annars til að þjálfa fínhreyfingar. Hér er hann að spora stafi sem hann velur úr stafrófinu.

 

 

Deildu þinni skoðun