Smáforrit


Bitsboard pro

Komið er út Bitsboard pro. Það hefur alla eiginleika Bitsboard auk þess er enn meiri fjölbreytni í lausn verkefna. Einnig er hægt að útbúa nemendamöppur og fylgjast með árangri nemenda.

Hér má sjá myndband af nemendum vinna í Bitsboard


Montessori numbers

Montessori numbers er skemmtilegt smáforrit fyrir nemendur sem eru að þjálfa fyrstu stig stærðfræðinnar. Hægt er að velja um 3 erfiðleikastig. 1-9, 10-99 og 100-999. Ekki er hægt að íslenska smáforritið en það er vel nýtilegt með því að kennari útskýri fyrir nemandanum hvað hann á að gera og þá skrúfi niður í hljóðinu.

Bitsboard 

           Mjög flott smáforrit frá Grasshoppers framleiðendunum. Nemendur eiga að leysa ýmsar þrautir í Bitsboard. Hægt er að aðlaga það að íslenskunni og bæta við myndum úr eigin myndasafni. Hægt er að búa til eigin borð frá grunni með eigin myndum. Svo er hægt að vinna með borðin á  fjölbreyttan hátt og hægt að þjálfa marga þætti með einu borði. Sjá mynd:

 Little Writer

Smáforrit til að þjálfa fínhreyfingar og sporun. Bæði er hægt að nota fingur eða spjaldtölvupenna í vinnu með þetta smáforrit. Hægt er að spora stóra og litla stafi, orð og form. Hægt er að setja inn eigin orð til að spora og í lok orðsins er hægt að láta birtast mynd af því orði sem búið er að skrifa. Orðið birtist einnig nákvæmlega eins og það var skrifað, þá með handskrift nemandans. Ekki er hægt að setja sér-íslenska stafi inn í smáforritið en vonandi verður breyting á því áður en langt um líður. Hægt er engu að síður, að setja inn stafi með kommum eins og á, í, ó, osfrv.   Auðvelt er að lesa inn á það svo nemandinn getur heyrt hrós og annað á íslensku.

Max Journal

Max Journal er skemmtilegt smáforrit sem tengt er við rauntíma dagatal. Hægt er að setja inn myndir og texta.Gæti gagnast vel sem samskiptabók eða sem umbunarkerfi.Einfalt og þægilegt í notkun

Memoria

Memoria er skemmtilegt minnisspil þar sem hægt er að hlaða inn eigin myndum. Einnig er möguleiki að taka upp hljóð og setja inn texta sem birtist þegar samstæðu er náð. Það virkar oft hvetjandi fyrir nemendur að vinna með myndir af sjálfum sér og þeim sem þeir þekkja.

 

Tell time

 Í þessu smáforriti læra nemendur að þekkja mun á skífuklukku og tölvuklukku. Para á saman myndir sem sýna samsvarandi tíma, annars vegar á skífu og hins vegar á tölvu-tölustöfum. Hægt er að lesa inn íslensku.


ABC touch

  Gott forrit fyrir nemendur sem eru að læra stafina og heiti þeirra. Hægt er að lesa inn íslenskt heiti stafanna. Einnig er hægt að þýða hrós  á íslensku. Meðfærilegt og einfalt einfalt smáforrit sem vekur áhuga og hvetur nemendur til að velja rétta svarið.

Puppet pals


Puppet pals hefur ýmsa góða kosti og getur verið áhugavert fyrir breiðan hóp notenda. Þetta er smáforrit til að útbúa litla leikþætti. Í forritinu er svið og leikbrúður sem hægt er að færa til, stækka og minnka. Hægt er að taka upp hljóð svo barnið getur búið til sögu með persónum og mismunandi leiksviðum.  Mjög skemmtilegur möguleiki fæstmeð því að kaupa aðgang að smáforritinu þá er hægt að  ná í eigin ljósmyndir fyrir bæði leikbrúður og bakgrunn.Puppet pals gagnast vel í málörvun með ungum börnum eða börnum með sérþarfir. Einnig býður þetta smáforrit upp á skapandi hugsun og hægt er að leika sér á ýmsan hátt. Hægt er að vista söguna sem maður býr til inni í forritinu sjálfu en einnig er hægt að færa það í myndaalbúm spjaldtölvunnar.

Hér er sýnishorn:

Hér er nemandi í fyrsta bekk að læra nöfnin á bekkjarfélögum sínum. Nemandinn er hvattur til að nota orð, hann þjálfar fínhreyfingar og hefur góða sjálfstjórn gagnvart þráhyggju um að stækka og minnka persónurnar. Í laginu sem sungið er þjálfar nemandinn hugtökin upp og niður.

 


Little Storymaker

Hér er smáforrit frá Grasshoppers. Það býður uppá að gera myndasögur þar sem notaðar eru myndir að eigin vali, settur inn texti og lesið inná. Hægt er að þjálfa lestur en líka búa til skemmtilegar sögur fyrir börn eða nemendur. Bækurnar raðast líkt og í ibooks forritinu og til verður bókasafn með sögum sem tilheyra nemandanum. Þetta smáforrit gefur möguleika á að útbúa félagshæfnisögur sem virka mjög vel með börnum með sérþarfir. Gott er að nota félagshæfnisögur með börnum sem þurfa að læra viðeigandi hegðun við ákveðnar aðstæður. Þetta smáforrit er mjög skemmtilegt og þægilegt að vinna með.

 


Story creator

Hér er einnig smáforrit sem miðar að því að búa til myndasögur en með þeim eiginleika að auki, að setja inn myndbandsbrot. Hægt er að setja myndir og texta, lesa textann inn á myndirnar. Þetta er einstaklega meðfærilegt og þægilegt smáforrit sem ekki er annað hægt en að mæla með.

 

Story creator pro

Hægt er að ná í pro útgáfu af Story Creator. Þá eru möguleikarnir fjölbreyttari, mismunandi sniðmát um myndir og hægt að skreyta sögur með tilbúnum myndum. Skemmtileg viðbót sem býður upp á margvíslega möguleika í sögugerð.

Talk’n photos

Talk’n photos er smáforrit þar sem einnig er unnið með myndir. Þetta er talandi myndaalbúm. Myndum er hlaðið inn gefið nafn og svo er lesið inn á þær. Mjög skemmtilegt og gagnlegt sérstaklega fyrir ung börn sem ekki eru farin að tala mikið eða börn með sérþarfir sem tjá sig ekki með orðum. Hægt er að læsa albúminu með lykilorði sem getur komið sér vel svo litlir eða stórir fingur breyti ekki albúmum sem búið er að fullvinna.

Injini

Injini lite smáforritið eru fjölbreyttir leikir sem gagnast vel nemendum með sérþarfir sem og ungum börnum. Lögð er meðal annars áhersla á að þjálfa fínhreyfingar, skilning á orsök og afleiðingu, sundurgreiningu sem og vitsmunaþroska. Leikirnir hafa verið hannaðir og útfærðir í samræmi við árangursríkar aðferðir og námskrár sem notaðar eru í leikskólum í Bandaríkjunum. Því miður er ekki er hægt að breyta texta eða hljóði.

Things that go together

Gagnlegt smáforrit fyrir nemendur til að finna út hvaða hlutir eiga saman. Í fyrstu læra nemendur að draga á milli en svo brátt þyngist það og nemendur þurfa að horfa á myndirnar til að vita hvað á saman. Hægt er að lesa inn á það íslenskuna og aðlaga að íslenskum nemendum.Super duper storymaker

Smáforrit til að útbúa félagshæfnisögur. Hægt er að sækja það frítt en til að vista sögur þarf að kaupa það. Möguleiki er á að nota eigin myndir, einnig er hægt að teikna myndir og nota myndir úr myndabanka smáforritsins. Hægt er að skrifa texta og taka upp hljóð. Hægt er að þjálfa ýmsa þætti í þessu smáforriti eins og til dæmis að lesa stuttar setningar eða læra að þekkja ákveðna hluti á myndum.

 

 


Deildu þinni skoðun