Leiðbeinandi aðgangur

Leiðbeinandi aðgangur (e. Guided access) en með því er hægt að gera heimatakkann og ákveðin svæði á skjánum óvirk.

Leiðbeinandi aðgangur var upphaflega hugsaður til aðstoðar fyrir einhverfa einstaklinga svo þeir ættu auðveldara með að einbeita sér að þeim verkefnum sem birtast á skjánum. Engu að síður þá getur leiðbeinandi aðgangur gagnast nánast hverjum sem er.

Með Leiðbeinandi aðgang geta kennarar, foreldrar eða leiðbeinendur takmarkað iOS stýrikerfið við aðeins eitt smáforrit í einu með því að gera heimatakkann óvirkann. Auk þess er hægt að gera ákveðin svæði á skjánum óvirk (t.d. hnappa sem fara tilbaka).

 1. Til að virkja Leiðbeinandi aðgang þarf að fara í Settings – General – Accessibility og ef það er skrollað aðeins niður finnst Guided Access undir Learning.
 2. Veljið Guided Access og setjið Guided Access á On
 3. Veljið Set Passcode og setjið eitthvað lykilorð til að setja iOS tækið aftur í venjulegt ástand
 4. Ef þið viljið að tækið geti slökkt á skjánum sé það ekki notað í ákveðinn tíma veljið Enable Screen Sleep.
 5. Þá ætti Leiðbeinandi aðgangur að vera orðinn virkur.
 6. Til að virkja Leiðbeinandi aðgang opnið eitthvað smáforrit og smellið snöggleg þrisvar á heimatakkann.
 7. Þá ætti valmynd fyrir Leiðbeinandi aðgang að birtast.
 8. Prufið að velja ákveðin svæði á skjánum sem þið viljið gera óvirk með því að draga hring utan um þau.
 9. Ýtið á Start og Leiðbeinandi aðgangur hefur verið gerður virkur.
 10. Til að hætta með Leiðbeinandi aðgang smellið aftur þrisvar á heimatakkann og sláið inn lykilorðið sem þið völduð í byrjun.
 11. Nú er hefur iOS tækið ykkar snúið aftur í venjulegan ham.
Hér er skýringarmyndband á ensku um leiðbeinandi aðgang:

Þessar upplýsingar eru af skólasíðu epli.is sem er gagnleg öllu þeim sem vilja fylgjast vel með í þróun og því nýjasta sem er að gerast með ipad í skólastarfi.

Comments are closed.