Catalyst skráningarkerfið

Catalyst skráningarkerfið er einstaklega gagnlegt til að skrá upplýsingar og fylgjast með framförum, hegðun og fleiru hjá nemendum. Þeir sem vinna við atferlisþjálfun ættu kynna sér þetta kerfi því þetta auðveldar vinnu við atferlisþjálfun til muna. Að auki gefur þetta góða yfirsýn yfir hvern nemanda frá degi til dags og því hægt að fylgjast grant með þróun hjá hverjum nemanda fyrir sig.  Þóra Halldóra Gunnarsdóttir hjá Skema er tengiliður og sérstakur ráðgjafi fyrir Catalsyt hér á Íslandi.  Þann 17. september næstkomandi verður hægt að sækja ókeypis kynningu á Catalyst skráningarkerfinu. Ég hvet alla áhugasama að skrá sig hér.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Comments are closed.